Skilmálar

Skilmálar Rúll-upp ehf.

Þessir skilmálar gilda um viðskipti við Rúll-upp ehf., kt. 460125-2430, Ásvallagötu 14, 101 Reykjavík (hér eftir nefnt „Rúllupp“). Með kaupum á vöru eða þjónustu hjá Rúllupp samþykkir kaupandi þessa skilmála.

1. Fyrirvari

Allar upplýsingar á rullupp.is eru birtar með fyrirvara um villur, hvort sem um ræðir almennan texta, vöru- eða þjónustulýsingar, verð eða myndir. Rúllupp áskilur sér rétt til að hafna pöntunum eða breyta afhendingartíma ef nauðsyn krefur.

2. Gagnavistun

Rúllupp geymir þau gögn sem kaupandi veitir og samþykkir við kaup. Öll meðferð gagna fer fram í samræmi við persónuverndarlög og eru gögn ekki afhent þriðja aðila nema samkvæmt lagaskyldu.

3. Áskrift og greiðslur

Við val á áskrift er upphæð gjaldfærð af skráðum greiðslumáta þegar pöntunarfrestur rennur út. Ef ekki fæst heimild fyrir greiðslu verður pöntun ekki afgreidd.

4. Uppsögn áskriftar

Áskrift skal segja upp í gegnum „Mínar síður“ á rullupp.is áður en hún endurnýjast. Ef uppsögn berst ekki tímanlega verður áskriftin gjaldfærð og afgreidd, og ekki er veitt endurgreiðsla.

5. Afhending og heimsending

  • Á höfuðborgarsvæðinu er frí heimsending og Rúllupp sér sjálft um afhendingu.
  • Utan höfuðborgarsvæðisins sér Dropp um sendingar. Skilmálar Dropp gilda þar og eru aðgengilegir á vef þeirra.
  • Sé enginn heima við afhendingu verður varan skilin eftir á óskaðri staðsetningu samkvæmt afhendingarupplýsingum.
  • Heimsending er ekki í boði fyrir alla landshluta.

6. Seinkun vegna veðurs

Óviðráðanlegar aðstæður, svo sem óveður, geta seinkað afhendingu. Við áskiljum okkur rétt til að fresta afhendingu í slíkum tilfellum.

7. Vöruskil og gallaðar vörur

  • Ekki er heimilt að skila vörum þar sem um er að ræða neysluvörur, nema um gallaða vöru sé að ræða.
  • Ef vara reynist gölluð, er viðskiptavinum boðin ný vara í samræmi við lög um neytendakaup og ábyrgð.

8. Verð og skattar

  • Öll verð í netversluninni eru í íslenskum krónum (ISK) og eru með virðisaukaskatti.

  • Rúllupp áskilur sér rétt til verðbreytinga hvenær sem er án fyrirvara.

9. Sendingarkostnaður

Sendingarkostnaður birtist við pöntun og fer eftir afhendingarmáta sem kaupandi velur.

10. Trúnaður

Rúllupp heitir fullum trúnaði gagnvart öllum upplýsingum sem kaupandi gefur upp. Þær verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

11. Notkun vara

Neytandi ber sjálfur ábyrgð á að kynna sér innihaldsefni vörunnar. Ef ofnæmis- eða önnur óæskileg líkamleg viðbrögð koma fram ber neytandi ábyrgð á notkun vörunnar. Við gallaðar vörur er það á ábyrgð Rúllupp að afturkalla þær.

12. Varnarþing og lög

Skilmálar þessir lúta íslenskum lögum. Rísi ágreiningur milli aðila skal fyrst reynt að leysa með sátt. Takist það ekki, skal mál höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um neytendasamninga nr. 16/2016 og laga um neytendakaup nr. 48/2003. Frestir samkvæmt lögunum taka gildi við móttöku vöru.