Algengar spurningar

Allt sem þú þarft að vita áður en þú pantar.

Við bjóðum upp á tvær umhverfisvænar tegundir: 100% bambus og 100% endurunninn klósettpappír. Báðar tegundirnar eru mjúkar, sterkar og vistvænar.

Þú velur tegund pappírs og hversu oft þú vilt fá hann sendan. Við sendum hann beint heim að dyrum.

Já! Þú getur skráð þig inn á aðganginn þinn og breytt hvenær áskrift endurnýjast, skipt um tegund, sett áskriftina í bið eða sagt henni upp þegar þér hentar.

Algjörlega. Við notum ekkert plast og allar umbúðir eru endurvinnanlegar.

Já, bambus pappírinn okkar brotnar auðveldlega niður og er öruggur fyrir öll frárennsliskerfi, þar á meðal rotþrær.

Pappírinn okkar er framleiddur úr annaðhvort bambus eða 100% endurunnum pappír. Báðir þessir kostir eru miklu betri kostir en hefðbundinn klósettpappír.

Þegar þú hefur borgað fyrir pöntunina þá komum við með sendinguna næsta virka dag.

Ef eitthvað fer úrskeiðis, hafðu samband við okkur og við komum með nýjan pakka og tökum þá skemmdu vöruna.

Já! Allur pappír frá Rúllupp er 3 laga og hannaður til að vera bæði mjúkur og sterkur. Þetta er pappír sem þú getur treyst á, dag eftir dag

Með áskrift frá Rúllupp færðu mjúkan, umhverfisvænan pappír sendan reglulega heim, án þess að þurfa að hugsa um það. Þú pantar einu sinni og rúllar svo áfram áhyggjulaus.

Við bjóðum upp á tvær stærðir, 24 rúllu og 48 rúllu box. Ef þú hefur góða aðstöðu til að geyma mikið magn af rúllum þá myndum við mæla með 48 rúllu boxi þar sem þú færð þá meira fyrir peninginn en ef þú hefur takmarkað pláss þá mælum við með 24 rúllu boxi.

Pappírinn okkar er framleiddur í Suður-Asíu þar sem Bambus vex hvað mest.

Við hjá Rúllupp viljum bjóða okkar viðskiptavinum upp á hágæða bambuspappír, og til þess að tryggja bæði gæði og sjálfbærni þá var réttast að vinna pappírinn nálægt þar sem bambusinn vex. Allir okkar framleiðendur uppfylla allar þær ströngu umhverfis- og siðferðis kröfur og vinnum við náið með okkar framleiðendum.

Rúllupp býður upp á fría heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu, og er pakkanum skutlað næsta virka dag. Rúllupp skutlar þínum pakka eftir klukkan 16 alla virka daga. Dropp og Pósturinn mun sjá um að koma pakkanum heim til þín út á land.